Það var meiriháttar flott mæting á fyrsta hitting vetrarins og virkilega gaman að hitta alla og sjá þá frábæru handavinnu sem allir eru að gera, maður fær alltaf fullt af hugmyndum við að sjá og spjalla um handavinnu.
Fyrir þá sem hafa áhuga á bútasaum þá er einn vefur sem er í algeru uppáhaldi en hann heitir Moda Bake Shop http://www.modabakeshop.com/ þarna er fullt af fríum uppskriftum og leiðbeiningum lið fyrir lið hvernig á að sauma, alger snilld.
Hlökkum til að sjá ykkur í október
HE og FÁ