Handavinnuklúbbur starfsmanna Íslandsbanka tók til starfa 11.okt 2004, voru það nokkrir starfsmenn sem saumuðu bútasaum sem tóku sig saman og hittust eina kvöldstund í mánuði - síðan hefur þetta þróast út í alla, almenna handavinnu og samveru meðal starfsmanna og ekki síst eftirlaunaþega.
Við hittumst eina kvöldstund í mánuði yfir vetrartímann.
Við frestuðum fundi í apríl vegna páskanna - þannig að næsti hittingur verður fimmtudaginn 5.maí kl. 18 í matsalnum á Kirkjusandi, verður þetta síðasti fundur vetrarins.