22. október 2010

Október klúbburinn

Mjög vel var mætt á annan hitting vetrarins.
Við afhentum töskurnar sem starfsmannafélagið var svo rausnarlegt að gefa okkur, og voru konur mjög þakklátar fyrir þær, Anna Karen kom aðeins við hjá okkur.
Mikla kátínu vöktu sundbuxur sem maður Þórdísar Björns fékk í afmælisgjöf, þæfðar buxur til að nota í sjósundið - Anna Karen hringdi í Ragnar Torfa til að koma og máta buxurnar því hann er sjósundmaður mikill.
Ákveðið var að ekki yrði um veitingar á kvöldunum - en við sérstök tilefni þá væri hægt að panta eitthvað gott úr eldhúsinu.
Næsta kvöld er 18.nóv og við ætlum að sleppa desember mánuði úr.
Sjáumst hressar.